Elíta, þrælar og einstrengni

250px-alofi.jpg

Aðalgatan í Alofi, höfuðstað Niue.

 

Framhald af færslunni Maurinn og molinn.

Athyglin hvarf frá Maurnum með molann því nú var meira spennandi að fylgjast með skipulagi birgðaflutninganna frá ruslafötunni í búið. Maurinn með molann ráfaði hvort sem er stefnulaust um skrifborðsplötuna, í leit að sinni týndu slóð.

Eins og áður sagði (í lok síðasta pistils „Maurinn og molinn") voru maurarnir á þönum eftir þráðbeinni línu á gólfinu, sem lá á milli ruslafötunnar og maurabúsins í horninu. Þeir voru ekki beint á eftir hver öðrum heldur var flutningalínan ca, 4-5 cm. breið. Þetta voru ljósrauð kvikindi, eins og maurinn með molann á borðinu, allir sem voru á leið frá ruslafötunni, voru með byrði í búið, en þeir sem voru á leið til ruslafötunnar voru „tómhentir". Stundum sást þó einn og einn svartur skratti sem skaust eftir röðinni fram og aftur, en þeir báru ekkert í fálmurunum. Þeir virtust vera nokkurs konar „elíta" sem létu aðra þræla fyrir sinni auðlegð, eins og tíðkast í mannheimum og höfðu gætur á að þrælarnir sinntu sínu. Ég sá líka að maurarnir höfðu ekkert fyrir því að klifra niður lóðréttann ruslafötuvegginn með byrðina í fálmurunum, þannig að ég hætti að hafa áhyggjur af maurnum á borðinu, hann myndi örugglega spjara sig niður eftir borðlöppina þegar hann finndi slóðina sína aftur.

Eftir að hafa horft á þá í skamma stund datt mér í hug að athuga hvernig þeir myndu bregðast við óvæntri uppákomu. Ég snéri mér að borðinu og sótti mér eitt blað af A4 stærð, braut það í tvennt, þannig að það myndaði „bratt ris" og skellti því á miðja flutningslínu mauranna. Það varð algjör ringulreið hjá maurunum. Þeir sem lentu þeim megin við hindrunina þar sem hún var að baki héldu ótrauðir áfram sína leið, í ruslafötuna eða búið eftir atvikum, en hinir sem fengu nú skyndilega hindrun á leið sinni frá búi til ruslafötu og öfugt, virtust verða algjörlega ráðviltir og söfnuðust í hnapp sitt hvoru megin við hindrunina sem blaðið myndaði. Þeir sem lentu inni í „risinu" vissu greinilega ekki heldur sitt rjúkandi ráð.

En nú brá nokkuð einkennilegt við. Bæði frá ruslafötunni og búinu komu nú skyndilega svörtu maurarnir u.þ.b. 4 til 5 frá hvorum stað og fóru rakleitt inn í hópana sem voru sístækkandi sitt hvoru megin við hindrunina. Þegar þeir komu í maurahrúgurnar virtust „þrælarnir" safnast í smá hópa kringum þá eins og um fundi væri að ræða þar sem hindrunin væri til umræðu og hvernig ætta að bregðast við henni. Síðan sá ég að rauðir maurar voru sendir beggja vegna frá, meðfram hindruninni, til að kanna leiðir framhjá henni. Að lokum náðu fykingarnar saman fyrir endana á „risinu" sitt hvoru megin og flutningarnir fóru aftur í gang með því að fara meðfram hindruninni sitt hvoru megin. Þeir maurar sem höfðu lent inni í „risinu" fundu sér leið út úr prísundinni og sameinuðust maurunum sem höfðu fundið sér „klofna" flutningslínu sitt hvoru megin við hindrunina. Nú var kominn tími til að gera frekari athuganir á atferli mauranna svo ég tók nú blaðið í burtu og flarlægði þar með hindrunina. Það furðulega gerðist að maurarnir héldu áfram flutningunum með því að fara til hægri og vinstri eftir atvikum, fyrir endana á blaðinu eins og það væri enn til staðar. Þegar ég fór af skrifstofunni klukkutíma síðar héldu þeir enn uppteknum hætti eins og hindrunin væri enn til staðar.

Maurarnir á NIUE kenndu mér að þeir eru líkir mannfólkinu að því leiti að massinn lætur elítur ráða yfir sér og að hegðunin fer ekki eftir skynseminni einni, eða eins og einn framámaður í stjórnmálum sagði eitt sinn við mig, „það getur verið langur vegur á milli pólitík og skynsemi". Með því að halda áfram að fara fyrir hindrunina þótt hún væri farin sýndu maurarnir á NIUE ákveðna samsvörun með mannfólkinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband