"Aulaexpress"

Undanfarið hefur verið mikið rætt um aulaskap, sem ég vil kalla svo, hjá Icelandexpress. Nú hef ég flogið nokkuð með þeim frá byrjun, ekki síður en Icelandair, því ég er sammála að samkeppni veitir ekki af. Sama gerði ég með Arnarflugi „sáluga“, sem trúlega var eitt besta flugfílag sem þjónað hefur íslendingum fyrr og síðar. Þessi samkeppni hefur leitt af sér m.a. að 30.000 kr. ommuletta með heitu rúnstykki er horfið af borðum farþega hjá Icelandair í Evrópuflugum og þeir hafa nú val um hvað þeir kaupa til að fá sér „í gogginn“.

Við hjónin flugum með Icelandexpress frá Schoenefeld við Berlin í fyrradag. Þýsk nákvæmni sýndi sig við innritunina sem byrjaði upp á mínútu 2 klst. fyrir áætlaða brottför, sem var áætluð kl. 1520. Eftir snarl í flugstöðinni fórum við og létum okkur líða vel í „Global Lounge“ og biðum eftir að „gate“ númerið birtist á skjánum. Um 1450 birtist á skjánum „gate“ númerið og samtímis því „Go to gate“. Lukum við því strax við hressingu sem við höfðum fengið okkur og héldum rakleiðis í hlið 08, sem auglýst var á skjánum. En viti menn, í þessari litlu flugstöð fylltu farþegar Icelandexpress þá þegar helming flugstöðvarinnar með biðröð, því hliðið var alls ekki opið þrátt fyrir auglýsngu um að hypja sig að því. Þarna stóðu nú vel á annað hundrað mans í biðröð sem var algjör óþarfi og út í bláinn. Það sem síðan kórónaði aulaskapinn var að þegar hliðið var opnað til að farþegar gætu farið um borð kom á skjáinn í flugstöðinni „end of boarding“. Tekið skal fram að við lentum í því á fyrstu dögum Icelandexpress í Kaupmannahöfn að „gatenúmer“ var ekki kynnt á brottfarartöflu fyrr en meldingin „last minut boarding“ kom samtímis númerinu.

Nú geri ég mér grein fyrir að þessar sögur af aulaskap Icelandexpress eru hjóm eitt frá því að skilja börn eftir vegalaus, senda farþega í gistingu með bláókunnugu fólki eftir klúður með heimflug og að týna nokkrum töskum, þótt blaðafulltrúa Icelandexpress þyki það smámál, samkvæmt viðtali í DV 5. ágúst. Í sama viðtali kennir hann um örum vexti félagsins, en áður hefur félagið kennt þjónustuaðilum á flugvöllunum um. Ef aulaskap sem þessum er vexti félagsins um að kenna er málið aðeins það að sníða vextinum stakk eftir getu. Ef þjónustuaðilum á flugvöllum er um að gera er að segja þeim upp. Mér sem kaupi þjónustu af Icelandexpress kemur ekki baun við hvernig viðskipti þeirra eru við Astraeus, fluvallarstarfsmenn á Keflavík, Kastrup eða Schoenefeld. Mín viðskipti eru við Icelandexpress og engann annan.


mbl.is Segir ekki satt um atvikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Enginn vill auðvitað fljúga eða hefur efni á að fljúga til útlanda á þeim verðum sem buðust þegar Flugleiðir nutu einokunarstöðu sinnar. Það þýðir auðvitað að allir vilja fljúga með Icelandexpress sem hefur aftur það í för með sér að þeir reyna að bjóða sem flest sæti sem aftur getur þýtt svona uppákomur.

Einar Guðjónsson, 6.8.2011 kl. 21:05

2 identicon

Ætlar þú að virkilega að kenna IEX um það að þjónustuaðili setji ''go to gate'' á skjáinn hjá sér í Þýskalandi og að það myndist biðraðir?

Guðlaug (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband