22.1.2011 | 16:57
Hvað er nú?
Sú sýn sem hann Brad Carter stjarnfræðingur er að skoða af Betelgus nú er 640 ára gömul eða eins og stjarnan var um árið 1370. Gefi hún okkur bjartar nætur á þessu ári sprakk hún þá, eða um 1370. Springi hún hins vegar nú munu bjartar nætur af þeim völdum birtast á jörðinni um árið 2650. Sé litið til þessa og afstæði hlutanna í heild má spyrja sig hvað er nú?
Jörðin eignast nýja sól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að sami skapi má spyrja: hvar er hér? Eins og ég skil þetta er hinsvegar átt við að stjörnufræðingar séu "hér og nú" (á jörðinni í dag) að horfa á aðdragandann að sprengingunni, sem hlýtur þar af leiðandi að hafa verið í uppsiglingu þá þegar fyrir 640 árum síðan, er upplýsingar um atburðarásina lögðu af stað hingað.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2011 kl. 15:36
Nákvæmlega það hlýtur að vera því að ljósið er ekki fljótara en á ljóshraða.
Sigurður Haraldsson, 23.1.2011 kl. 16:54
Þeim fannst bara miklu betra að selja þessa frétt núna en bíða í milljón ár eftir því.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 23.1.2011 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.