7.1.2011 | 17:13
Þegar Ísland var sjálfbjarga
Myndin er af v.s. Þór þegar hann kom með vistir á Seyðisfjörð á 7. áratugnum. Skipið er svolítið ísað, en færði vistir til hafnar.
Í þá tíð þegar Ísland átti og rak alvöru Landhelgisgælu með varðskipum, hljóp hún undir bagga og sá um að mjólk og öðrum nauðsynjum væri komið til einangraða byggða. En eftir að tengslin við náttúruöflin rofnuðu og varðskipin hurfu fer allt í klessu ef óveður verður um einhvern tíma.
Um þetta má lesa í nýútkominni bók með mynddiski "Varðskipið Óðinn, björgun og barátta í 50 ár". Bókina með disknum má kaupa í Sjóminjasafninu Víkinn við Grandagarð.
Mjólk að klárast á Seyðisfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sakna líka strandferðaskipana.Hef aldrei skilið hvers vegna ekki er hægt að halda úti strandferðaskipi.Man þegar "Ro ro " skipin komu fyrir mörgum árum.Hélt að það væri framtíðin en það var víst rangt.Þjóðvegaflutningar eru málið hér eins og í Texas .
Hörður Halldórsson, 7.1.2011 kl. 19:02
Mikil yfirsjón var að koma strandsiglingum fyrir kattarnef á sínum tíma. Þungaflutningarnir hafa farið illa með þjóðvegakerfið sem víða er laskað. Þá má ekki gleyma aukinni slysahættu.
Eftir að nýr vegur yfir norðanverða Lyngdalsheiði var tekinn í notkun nú í haust, hefir umferð stærri bíla um Mosfellsdal, Mosfellsheiði og Þingvallarþjóðgarð margfaldast. Þetta er slæm þróun.
Mikilvægur kafli í sögu varðskipanna var þegar þingmenn voru fluttir milli héraða. Var oft kátt um borð þegar kosningar voru á döfinni og margar sögur eru af þessum ferðum sem viðstöddum voru eftirminnilegar.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 11.1.2011 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.