Miskunsemi

74friyu.jpgMynd: Biðröð eftir mat.

 

Ég furða mig mikið á umræðunni um matargjafir og biðraðir þeim tengt. Framfærsluskylda hvílir, svo best sem ég veit, á viðkomandi sveitarfélögum. Því spyr ég: Eru þeir sem eru nauðstaddir, í biðröðum eftir mat, búnir að leita til síns bæjar eða hrepps um framfærslu? Ef svo er var þeim hafnað, eða var framfærsluaðstoðin svo knöpp að hun dugði ekki?

Hvernig sveitarfélag stendur að framfærsluaðstoð er þess að útfæra t.d. með útgáfu matarkorta, matarmiða, matarbeiðna eða beinum peningagreiðslum.

Ef hins vegar einhver samtök (t.d. Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Samjálp) eða einhverjir einstaklingar taka upp hjá sér að gefa einhverjum einstaklingum að borða finnst mér það vera þeirra einkamál og að engum komi það við, síst af öllu fjölmiðlum. Þeir ættu frekar að spyrja félagshjálp sveitarfélaganna hversu margir þiggja framfærsluaðstoð til að slá mælistiku á fátækt og neyð hennar vegna.

Til að fyrirbyggja allan misskilning ber ég fulla virðingu fyrir þeim sem vilja gefa svöngum mat en tel að einkenni góðverka eigi að vera að þau séu gerð í kyrrþey.


mbl.is Skipti hópnum milli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband