23.6.2010 | 20:57
Er kerfishrun orðin staðreynd.
Ástandið í þjóðfélaginu er þannig að kerfishrun sem sumir óttuðust er orðið. Alþingi er í algjöru uppnámi og veit ekki sitt rjúkandi ráð, ríkisstjórnin er löngu flúin raunveruleikann og glundroði ríkir í öllu fjármálakerfinu,glundroði sem hefur ríkt í 10 ár hið minnsta. Því miður er hrunið núna fyrst að verða að hinum koldimma veruleika.
Almenningur fengi reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Gauji Pet
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í mínum vinahópi, tala menn ekki um HVORT annað efnahagshrun verð heldu HVENÆR það verði og halda menn að fyrra "hrunið" verði eins og "lítil og létt" æfing til samanburðar við það sem á eftir að koma. Eru menn helst að horfa til tímanns frá haustinu til áramóta í því efni. Fyrir það fyrsta þá setti ríkið ENGA peninga inn í bankana við þjóðnýtinguna, það eina sem var gert var að láta bönkunum í té "rekstrarfjármagn" til skamms tíma eingöngu til að hægt væri að standa í skilum með þær afborganir sem þurfti að greiða í nánustu framtíð. Það hefur nefnilega ENGA þýðingu að færa einhvern hlut, án nokkurra breytinga, úr vinstri hendinni yfir í þá hægri..
Jóhann Elíasson, 23.6.2010 kl. 21:30
Jóhann alveg hárrétt hjá þér það hefur ekki verið tekið til í bankakerfinu þó síður sé því er seinna hrunið veruleiki það er ég búin að sjá fyrir löngu!
Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 00:32
Jóhann.Þú bendir á,að ríkið hafi lagt fram"rekstrafjármagn"til skamms tíma.Þá má ætla að við sölu þeirra tveggja banka hafi fjármagn það komið tilbaka.Nema það hafi verið afskrifað.Ekki fæst upplýst hverjir eru kaupendur.(Þar kemur einungis fram að þeir séu kröfuhafar.)Að undanförnu hefur verið mikill hagnaður hjá þeim bönkum.Því mætti ætla að endurgreiðsla til ríkisins hafi átt sér stað.
Ef bankarnir færu á hausinn á nýjan leik,ætti sú leynd sem er um eigendur verða upplýst.En bankarnir eru búnir að geta þess að þeir geta mætt,hinum nýja dómi.Skiljanlegt þar sem að þeir hafa fengið afskrifað helmingsgjaldeyrislána,og ættu því að hafa borð fyrir báru.
Landsbankinn er aftur á móti,í verri stöðu.Það veit enginn,hvernig hann ætlar að mæta afleiðingum dómsins.
Guðjón,ég held að þú hafir rétt fyrir með kerfishrunið.Okkur hefur ekki hlotnast sú gæfa,að hafa valið rétta fólkið til að leysa hnút,síðustu ára.Því það eru þau,sem átti þátt að koma þjóðinni í snöruna
Ingvi Rúnar Einarsson, 26.6.2010 kl. 11:34
Það hefur allnokkuð aukist að fólk tali um að ekki sé öruggt að geyma peningana sína (þ.e.a.s. þeir sem eiga peninga) í banka þessa dagana
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 29.6.2010 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.