Búið um op á maga

faskru_sfj_vetur.jpg

Mynd: Fáskrúðsfjörður um vetur.

Framhald frá  Beechcraft vélin TF AIS....

Um kvöldið var Óðinn staddur við bryggju á Fáskrúðsfirði og dokaði þar við eftir björgunarsveitarmönnum sem flytja átti milli fjarða vegna leitarinnar. Þegar ég var að koma af vaktinni kl. um 2000, til að fá mér kaffisopa í messanum áður en ég færi að hvíla mig eftir amstur dagsins, mætti  mér ókunnur maður sem hafði komið inn um dyrnar stjórnborðsmegin á ganginn þar sem íbúðir skipherra, yfirvélstjóra og yfirstýrimanns eru. Bauð maðurinn gott kvöld og tók ég eftir því að út úr vinstri nös mannsins lá bandspotti sem plástraður var á vinstri kinn mannsins. „Gott kvöld“ ansaði ég, með spurnarsvip á andlitinu. „Ég kem nú í óvenjulegum erindagerðum“ sagði maðurinn. „Þannig er að fyrir nokkru varð mér á að drekka lút sem brenndi vélindað og magaveggi alvarlega þannig að flytja þurfti mig nærri dauða en lífi með flugvél til Reykjavíkur. Þeim tókst að bjarga lífi mínu á Landsspítalanum, en ég verð að vera með kera niður í magann og op á sjálfum maganum sem ekki er enn gróið. Það er nauðsynlegt að skipta um umbúðir á þessu opi daglega, því það vessar úr maganum sem brennir holdið í kring. Hefur hjúkrunarkonan í þorpinu séð um það. Hún þurfti hins vegar að fara upp á Egilsstaði í fyrradag og hefur ekki komist til baka vegna snjóþyngslanna þannig að mér datt í hug að koma um borð og biðja ykkur um að  skipta um umbúðir á opinu því sömu umbúðir eru búnar að vera allt of lengi. Þið eigið að kunna slíkt eftir námið í Stýrimannaskólanum er það ekki?“. Mér varð fyrst fyrir að stara á þennan gest og hugsa með sér. „Það er annað að takast á við aðgerðir vegna slyss sem verður um borð í skipi út á sjó, þar sem áhöfnin verður að vera sjálfri sér nóg um allt, en að taka að sér hlutverk hjúkrunarkonu eða læknis í landi er allt annað“. Ég var svo sem búinn að sauma saman höfuðleður á einum háseta, eftir slys um borð í varðskipi og ganga frá opnu handarbroti á bátsmanni um borð í öðru. En þar var ekki um að ræða einhvern sem kom bara af götunni svo hér gat verið á ferðinni spurning um ábyrgð. Hvað ef eitthvað yrði gert rangt? Var hægt að baka Landhelgisgæslunni skaðabótaábyrgð? Bað ég því mannin um að bíða augnablik og tók þá ákvörðun að bera málið undir skipherrann. Niðurstaðan úr því samtali varð að  við skyldum sinna beiðninni og sagði ég manninum að ylgja mér niður í sjúkraklefann og leggjast á „aðgerðarbekkinn“. Náði ég svo í III. stýrimann mér til fulltingis við umbúðaskiptin eftir að hafa skoðað magaop mannsins og þær umbúðir sem fyrir voru, eins og þær voru orðnar kræsilegar eftir tveggja daga veru. Sem betur fer var yfirdrifið nóg af öllu og þ.m.t. umbúðum í sjúkraskáp Óðins til að þrífa, sótthreinsa og búa aftur um opið, auk þess sem okkur tókst að halda okkar verklagi og einbeitingu við það, þrátt fyrir mikinn fnyk sem lagði frá sárinu meðan það stóð opið. Fór maðurinn ánægður og hress í land eftir hjálpina. Óðinn yfirgaf svo Fáskrúðsfjörð skömmu seinna með björgunarsveitarmenn frá Fáskrúðsfirði sem áttu að leita svæði norðan Loðmundarfjarðar daginn eftir.

Framhald bráðlega


Bloggfærslur 22. september 2010

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 53406

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband