DAGUR Í AUSTRI

GullfossMinning sem er að verða 56 ára gömul gefur heimild til örlítils skáldaleyfis þótt hún sé að öðru leiti sannleikanum samkvæmt.

Þetta var einn fallegasti vormorgun sem minningarnar geyma svo lengi sem æfin endist. Spegilsléttur sjór, umgirtur fjallahring Faxaflóans sem blasti við fagurblár í morgunsólinni, þó með hvítum bryddingum á Jöklinum og í giljum hæstu flallatoppa. Það var kyrrð yfir skipinu, eins og þessum fallega morgni, þótt það væri fullt af farþegum, flestir enn í fasta svefni. Ég var á handstýrinu á MS Gullfossi, flaggskipi íslensku þjóðarinnar, á fjögur/átta vaktinni, enda tíðar stefnubreytingar, þegar við „rúnnuðum“ Garðskagann af í tveggja sjómína fjarlægð, þar til komið var á stefnu á sjöbaujuna í Faxaflóa, en hún er lokaviðmiðun fyrir innsiglinguna til Reykjavíkur. Þá hafði ég ekki grun um að átta árum síðar ætti ég eftir að fara um borð í strandaðan bát, Reyni BA 44 á Garðskagaflösinni, til að koma taug í hann og bjarga honum úr strandinu, sem tókst. Þá var ég orðinn annar stýrimaður á varðskipinu Óðni.

Núna sýndi snúnigsmælirinn fyrir skipsskrúfuna í brúni á Gullfossi ekki nema 120 RPM, því við vorum á aðeins hálfri ferð, enda óþarflega snemma á ferðinni, þennan fimmtudagsmorgun í júní árið 1958. Leiðið hafði verið frábært þessa vordaga á ferðinni frá Leith og nú var þessum túr að ljúka í Reykjavík. Við áttum að vera á ytri höfninni í Reykjavík kl. 07:30. Það stóð á endum að þegar við vorum komin á rétta stefnu á sjöbaujuna sagði yfirstýrimaðurinn, mér að stilla á sjálfstýringu, sem og ég gerði.

SkipstjóraborðiðYfirstýrimaðurinn, Birgir Thorodsen, var einn vinsælasti maðurinn um borð, enda ljón vel gefinn og víðlesinn og stundum nefndur „lexi“ manna á meðal. Þá var verið að vitna í „leksikona,“ sem voru vinsælar alfræðiorðabækur fyrir tíma internetsins og „Google,“ því hægt væri að fletta upp í Bigga Thor, ef vitneskju vantaði, eins og hann var kallaður, þegar hann heyrði ekki til. Sú saga gekk líka manna á milli að farþegar sem allajafna voru merkilegir með sig pöntuðu frekar að sitja við borð yfirstýrimannsins, á fyrsta farrými, þvi þar væru svo skemmtilegar umræður. Sátu skipstjóri, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri, hver í sínu öndvegi, hver við sitt langborð í matsal fyrsta farrýmis og þótti það mesti heiðurinn að sitja við skipstjóraborðið. Birgir var gjarn á að halla undir flatt þegar hann talaði og því meira sem honum var meira niðrifyrir. Nú horfði hann til mín og hallaði undir flatt með meira móti. Ég fann á mér nú var mikils von, enda var stutt í næstu fyrirmæli hjá yfirstýrimanninum.

Yfirstýrimaðurinn á Gullfossi var með herbergi aftast stjórnborðsmegin á A-dekki sem var sama dekk og brúin var á. Nú var hann með eiginkonuna með, en hún var í fstasvefni aftur í herberginu. Allt í einu sagði hann við mig og hallaði mikið undir flatt. „Farðu aftur í herbergið mitt og vektu hana Hrefnu.“ Að venju endurtók ég fyrirskipunina orðrétt og lagði af stað til að framfylgja skipuninni eins og venja var. En þá heyrðist yfirstýrimaðurinn kalla „bíddu, bíddu, bíddu. Þú átt að banka á dyrnar og snrast síðan inn, taka þér stöðu við rúmgaflinn og segja „dagur í austri, ári minn kári er kominn í ró, rósin mín fríða og dilli dó.“ Þetta var tiltölulega auðvelt að læra utanað og svara honum orðrétt svoleiðis að þegar það var búið ætlaði ég að snarast í gegnum kortaklefann aftur í herbergi yfirstýrimannsin þegar hann sagði skyndilega; „Guðjón bíddu, bíddu, bíddu, þú mátt ekki vera skemu en þrjár mínútur í ferðinni því þá veit ég að þú hefur farið með„ rulluna,“ en þú mátt ekki vera lengur en fimm mínútur í ferðinni því þá grunar mig að þú sért byrjaður að gera annað.“

Eins og ævinlega endurtók ég fyrirmælin orð fyrir orð „ ekki skemur en þrjár mínútur, þá hef ég farið með „rulluna“ og ekki lengur en fimm mínútur, því þá er ég farinn að gera eitthvað annað,“ auk þess sem ég skaut að honum um leið og ég snaraðist út úr brúni „ætli hún Hrefna gefi þér ekki nákvæma skákvæma skýrslu um hvernig ég hafi staðið mig með „rulluna“ þegar hún kemur á fætur.“

Enginn má taka þessa endursögn mína, af skemmtilegu mannlífi um borð í Gullfossi, að með því kasti ég rýrð á þau heiðurshjón sem hér eru nafngreind, því annað eins heiðursfólk hef ég sjaldan hitt fyrir á lífsleiðinni.

 

Guðjón Petersen fryrrv. háseti á Gullfossi 1955 ti 1961.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 53381

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband