Óðinn, björgun og barátta í 50 ár.

23_or_vi_bryggju_sey_isfir_i_me_isingu_1193719.jpg

Myndin er af varðskipinu Þór við bryggju á Seyðisfirði eftir að hafa þjónað Seyðfirðingum með vistir á 7. áratug síðustu aldar.

Á bls. 61 til 62 í bókinni Óðinn björgun og barátta í 50 ár er eftirfarandi klausa:

25. til 27. janúar (1966) var Óðinn sendur með forseta Íslands, ráðherra og listamenn til Ísafjarðar. Var snarvitlaust veður allan tímann og lenti skipið í vandræðum vegna ísingar en kláraði sig auðvitað af verkefninu. Eftir þá ferð slitnaði Óðinn frá Ingólfsgarði í Reykjavík í ofsaveðri, og 31. janúar var siglt í aftakaveðri suður fyrir land og á Norðfjörð til að flytja lækni í vitjanir til fólks á Austfjörðum. 2. febrúar voru lestaðir 10 símastaurar á Djúpavogi til að gera við símalínuna til Borgarfjarðar eystri, sem hafði gefið sig í veðurofsa. 5. febrúar var Óðinn sendur inn á Mjóafjörð til að athuga með íbúa fjarðarins, en ekkert samband hafði verið við Mjóafjörð í heila viku og því talið brýnt að athuga með íbúa þar. Þegar ljóst var að allt var í lagi með íbúana og fólk hafði verið aðstoðað við að koma brýnum boðum frá þeim og til um talstöð skipsins, var stefnan sett á Loðmundarfjörð til að athuga með fólk þar líka. Skipið var nú við ýmis störf við Austur- og Suðurland, flutti m.a. mjólk til Seyðisfjarðar, sem var einangraður vegna snjóa, aðstoðaði breskan togara með læknisaðstoð frá Norðfirði og tók fjóra togbáta að ólöglegum veiðum út af Suðausturlandi.

Þetta var þegar fátæk þjóð gat gert út varðskip.

 

 


mbl.is Íbúar Seyðisfjarðar enn innlyksa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Guðjón, skemmtilegt að rifja þetta upp. 

Einhvern tíma á milli 1975 og 80 fór á jeppanum mínum upp á Egilstaði og þaðan til Reykjavíkur á Slysavarna fund og svo til baka á Egilstaði með morgun vélinni daginn eftir.  En það tók viku að komast heim á Norðfjörð og mikið bras en þægilega ferð fékk ég frá Eskifirði á Norðfjörð með varðskipi. Hefði varðskipsins ekki notið við þá hefði ég þurft að bíða í sex daga í viðbót eftir að skarðið væri rutt eða ganga þar yfir í heldur óblíðu veðri.   

Hrólfur Þ Hraundal, 8.3.2013 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 53424

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband