Allt var þetta vitað og sjálfsvorkun til vansa.

Alþingi skipaði níu manna nefndina. Alþingi gerði sér fyllilega grein fyrir að svona gæti farið, að beitt yrði lögum um ráherraábyrgð og landsdóm. En þegar til alvörunnar kemur hrópar þingheimur um hversu erfiðar ákvarðanir þurfi að taka til afstöðu í málum samstarfsmanna og félaga.

Hugsa sér vesælddóminn. Hversu oft haldið þið að lögreglumenn þurfi að rannsaka sekt félaga, vinar, fjölskyldumeðlims  eða skólasystkyna svo dæmi séu nefnd? Hversu oft skyldi það henda sjúkraflutningamenn að koma að fársjúkum eða limlestum fjölskyldumeðlim, vini, kærustu eða samstarfsmanni, veita honum aðhlynningu, endurlífgun eða nábjargir? Eða fólkið í heilbrigðisstéttunum. Hversu oft þurfa slökkviliðsmenn að berjast við elda í eignum vina og vandamanna?

Ég veit að þingmenn í sínum sjálfhverfa hroka munu hugsa "þessi veit ekki hvað hann segir því þetta er allt annað". En það er ekki svo, eini munurinn er að það brennur ekki á ykkar eigin skinni.


mbl.is Ekki sammála Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vesæld, volæði og væl, orð að sönnu.

Mikil er skömm og skammsýni Alþingismanna að geta ekki tekið á þessu máli án þess að grenja úr sér augun.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.9.2010 kl. 14:20

2 identicon

Það er fróðlegt að hlusta á þau rök þingmanna að þetta sé

"fordæmalaust". Eru mörg fordæmi fyrir því að fjármálakerfi

þjóðar hrynji í einni og sömu vikunni? Er þá ekkert að marka þau bréf sem rannsóknarnefnd Alþingis sá ástæðu til að senda æðstu ráðamönnum landsins sem gengdu embættum haustið 2008?

Ólafur Bjarni Halldórsson (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 15:55

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Alþingi er þjóðinni til skammar.

Aðalsteinn Agnarsson, 21.9.2010 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 53422

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband