TF EIR skemmist í lendingu

 TF EIR lent á Óðni11_tf-eir_dekki_ins_iii_sja_lista.jpg

Framhald af búið um op á maga

Snemma um morguninn 20. janúar komu fyrirmæli frá Landhelgisgæslunni um að fara suður að Breiðamerkurlóni og taka þar við þyrlu Landhelgisgæslunnar TF EIR sem koma myndi með formann Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og formann Flugslysanefndar Flugmálastofnunar. Var Óðni falið að flytja þá þaðan austur á Norðfjörð. Þeirra hlutverk átti að vera að skipuleggja mun umfangsmeiri leit á grundvelli upplýsinga sem borist höfðu frá bæjum á austur- og suðausturlandi. Síðan var meiningin að nota TF EIR til leitar í fjöllunum á Austfjörðum þar sem snjókoman fór dvínandi.  Var mönnum í fersku minni leitin að millilandavélinni Geysi sem fórsta á Bárðarbungu í september 1950, sem lauk fimm dögum seinna með giftusamlegri björgun áhafnarinnar sem var öll á lífi. Það var loftskeytamaðurinn á varðskipinu Ægi sem hafði heyrt dauft kall frá neyðarsendi flugvélarinnar og gat beint leitarvélum á svæðið.

Óðinn var kominn undan Breiðamerkurlóni um hádegi þann 20. janúar og kom þyrlan austu nokkru síðar og hóf fljótlega aðflug að skipinu. Kyrrt var í sjóinn, í landvarinu undan ströndinni, og kom TF EIR aftan að skipinu undir 20 til 30ᴼ horni inn á þyrludekkið en Óðni var siglt á hægri ferð á meðan í norð- austlæga stefnu. Þyrlan gat því nálgast þyrlupallinn beint upp í vindinn, án þess að vindurinn væri truflaður af yfirbyggingu og reykháf skipsins. Á þyrludekkinu var II. stýrimaður sem leiðbeindi þyrlunni inn til lendingar með merkjaflöggum og þar að auki tveir hásetar, hver með sinn kaðalspotta til að hlaupa á þyrluna um leið og merki væri gefið um að bind hana fasta. Mjög áríðandi var að þyrlan væri strax bundin föst, eftir að hún væri tryggilega lent svo hún hrataði ekki fyrir borð ef eitthvað kæmi uppá. Annar háseti var til staðar með stórt slökkvitæki, brunaslanga var tengd við brunahana á skipinu, sem vatnsþrýstingur var á og Zodiacbátur var tilbúinn til tafarlausrar sjósetningar ef ná þyrfti mönnum úr sjó. Stýrimaðurinn hélt græna fánanum á lofti sem merki um að lending væri heimil og horfði beint á flugmanninn þegar hann lempaði þyrluna inn á dekkið og hlammaði henni svo niður, á svo til miðjan hvíta krossinn, sem málaður er á mitt þyrludekkið. Kl. var 1419 þennan fimmtudag 20 janúar. Styrkur þessa „teymisvinnu“ fólst m.a. í því að stýrimaðurinn var líka búinn að starfa á þyrlunni og þekkti því vel til vinnubragða um borð í henni, og flugmaðurinn var skipstjórnarmenntaður og búinn að starfa sem stýrimaður á varðskipum, m.a. Óðni, og þekkti því í þaula hegðun skipsins og vinnubrögð þar um borð. Um leið og véli hlammaði sér á þyrludekkið gaf stýrimaðurinn hásetunum tveim, sem voru í viðbragðsstöðu með kaðlana, merki og þeir hlupu tafarlaust á þyrluna og settu hana fasta við kengi sem eru á þyrludekkinu. Þá fyrst slökkti flugmaðurinn á mótor þyrlunnar og spaðarnir byrjuðu að hægja á snúningnum, sem tók smá tíma áður en flugmaðurinn gat farið að bremsa hann niður. En þá gerðist óhappið. Slinkur kom á þyrluspaðana og rakst annar þeirra með miklum hvell í stél þyrlunnar. Afleiðingin var svakaleg. Beygla kom í stélið og spaðinn skemmdist það mikið að ljóst var að þyrlunni yrði ekki flogið frá skipinu. „Tailrotorinn“ var þar að auki óvirkur eftir höggið. Sem betur fer var búið að binda þyrluna fasta þegar þetta varð, svo þrátt fyrir að mikið kast kæmi á hana haggaðist hún ekki á dekkinu.

Nú var ljóst að þyrlan yrði um borð næstu daga meðan sinna yrði brýnni skyldustörfum en að losa sig við hana. Var nú unnið að því að færa hana nær reykháfnum og þrælbinda hana niður á dekkið. Var böndum bætt á stélið og spaðana til að þeir gætu ekki heldur hreyfst. Reynt var að breiða yfir viðkvæmustu hluta „þyrlurótorsins“ til að vernd hann fyrir særoki sem væntanlegt var, enda ekkert þyrluskýli komið á skipið. Um leið og búið var að ganga tryggileg frá þyrlunni voru válar enn settar á fulla ferð og stefnan sett enn og aftur austur með landinu. Reyndar var leitin að TF AIS að taka miklum breytingum. Áherslan var að beinast að svæðum á landi s.s. að Eyjafjalla- og Mýrdalsjökli, norðanverðum Vatnajökli, ströndinni frá Hjörleifshöfða austur að Lóni og fjalllendinu á Lónsöræfum. Voru þessi viðfemu leitarsvæði byggð á fréttum frá bæjum þar sem fólk taldi sig hafa heyrt flugvéladyn um kvöldið 18. janúar. Slíkar upplýsingar höfðu borist frá Brú á Jökuldal, Seyðisfirði, Breiðdalsvík, Berunesi og Álftafirði svo einhverjir staðir séu nefndir. Var leitarsvæðið því orðið mjög víðfemt.

TF EIR lendir á Óðni 1966

 Framhald á morgun01_tf-eir_a_thilfari_ins_mai_1965.jpg


Nýja fílahjörðin

Þá er búið að skipta um fílahjörð í postulínsbúðinni. Á árunum 2000 til 2008 mölvaði fílahjörð Viðskiptaráðs flest sem mölva mátti í búðinni. Því er spurning hvort eitthvað sé eftir fyrir fílahjörð Alþingis að brjóta?
mbl.is „Lýsa ótrúlegri vanþekkingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Alþingi

Ráðherra endurskoðar lög?? Síðan hvenær? Endurskoðar Alþingi ekki lög, lögjafasamkundan? Eða höfðu alþingismenn ekki græna glóru um galla á lögunum. Enginn hinna 62 utan Guðbjarts?
mbl.is Ráðherra endurskoðar lög um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. september 2010

Um bloggið

Gauji Pet

Höfundur

Guðjón Petersen
Guðjón Petersen
Fyrrverandi háseti á Gullfossi, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, framkvæmdasjóri Almannavarna ríkisins, bæjarstjóri í Snæfellsbæ og framkvæmdastjóri Félags Íslenskra Skipstjórnarmanna. Núna bara ævintýramaður á eftirlaunum ásamt frú LILJU BEN með áhuga á svo til öllu. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...006_1240384
  • ...ngu_1240383
  • ...gullfoss
  • ...hulli
  • Skipstjóraborðið

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband